Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísli byrjaður aftur að æfa eftir mikil óheppnismeiðsli
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Halmstad
Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson er mættur aftur til æfinga hjá Halmstad eftir að hann meiddist á dögunum.

Gísli meiddist fyrir um mánuði síðan. Gísli varð fyrir því óláni að brjóta bein í handabakinu, en óheppninni var ekki lokið þar því hann tábrotnaði einnig.

„Beinið í hendinni brotnaði snemma í æfingaleik og ég kláraði leikinn. Mér var bara illt í hendinni, svo tveimur dögum seinna þegar sjúkraþjálfarinn sá þetta vildi hann mynda þetta. Í ljós kom að ég var brotinn. Ég spilaði og æfði í kjölfarið með spelku. Svo tábrotna ég á æfingu, bæði atvikin algjör óheppni. Það er talað um að þetta taki um sex vikur," sagði Gísli við Fótbolta.net.

Gísli hefur misst af fyrstu þremur leikjum sænsku úrvalsdeildarinnar en hugsanlega snýr hann til baka á sunnudaginn þegar Halmstad mætir Brommapojkarna.

Halmstad birtir allavega myndband af honum á æfingu í dag en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner