Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andrea Rán ónotaður varamaður í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tampa Bay Sun vann þriðja leikinn sinn í röð í bandarísku kvenna deildinni í nótt.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er leikmaður Tampa Bay en hún sat á varamannabekknum þegar liðið lagði DC Power í nótt 1-0.

Tampa Bay er í 3. sæti með 36 stig eftir 23 umferðir. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Carolina Ascent þegar fimm umferðir eru eftir fyrir úrslitakeppnina.

Andrea lék fyrri hálfleikinn í 4-1 sigri á Lexington í síðustu umferð en sá leikur var aðeins fjórum dögum eftir leik Íslands og Sviss í ÞJóðadeildinni þar sem Andrea var í hópnum. Andrea hefur leikið ellefu leiki á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner