Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Fram og FH: Fyrsti leikur tímabilsins hjá Viktori Frey - Heimir gerir fjórar breytingar
Viktor Freyr er í marki Fram
Viktor Freyr er í marki Fram
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Björn Daníel kemur inn í lið FH
Björn Daníel kemur inn í lið FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og FH eigast við í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal klukkan 16:00 í dag.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 FH

Markvörðurinn öflugi Viktor Freyr Sigurðsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu hjá Fram. Hann kom frá Leikni eftir síðasta tímabil.

Freyr Sigurðsson kemur einnig inn í liðið en Heimir Guðjónsson gerir fjórar breytingar á liði FH.

Björn Daníel Sverrisson, Ahmed Faqa, Sigurður Bjartur Hallsson og Arnór Borg Guðjohnsen koma inn á meðan þeir Dagur Traustason, Einar Karl Ingvarsson og Bragi Karl Bjarkason taka sér sæti á bekknum.

Grétar Snær Gunnarsson er ekki með FH í dag.

Byrjunarlið Fram:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
11. Magnús Þórðarson
12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Tómas Orri Róbertsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason
90. Arnór Borg Guðjohnsen
Athugasemdir
banner