Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslin elta Neymar - Frá í rúman mánuð
Mynd: EPA
Neymar er kominn á sjúkralistann hjá uppeldisfélagi sínu Santos en hann meiddist í leik liðsins á dögunum.

Santos hefur staðfest að hann sé að glíma við vöðvameiðsli og talið er að hann verði frá í fjórar til sex vikur.

Neymar gekk til liðs við Santos í janúar eftir misheppnaða dvöl hjá Al-Ahli sem einkenndist af meiðslum.

Hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli hjá Santos en hann hefur leikið níu leiki og skorað tvö mörk. Neymar meiddist gegn Atletico Mineiro á dögunum en það var hundraðasti leikurinn hans fyrir brasilíska félagið.
Athugasemdir
banner
banner