
„Ég er mjög sáttur í erfiðum leik við erfiðar aðstæður," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna. Akureyrarliðið vann 3-0 útisigur gegn Þrótti og er með fjögur stig að loknum tveimur umferðum.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 Þór/KA
Það var mikið rok og Þór/KA komst yfir með marki beint úr hornspyrnu.
„Menn verða að nota það sem er í boði. Það er hættulegt að taka hornspyrnur með svona mikinn vind í bakið. Mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik, ég hefði viljað sjá 2-0 eða 3-0 í hálfleik."
„Ég var ánægður með hvernig við stigum upp úr því að byrja seinni hálfleikinn illa þar sem þær voru nálægt því að skora og jafna."
Þróttur R. 0 - 3 Þór/KA
0-1 Lára Einarsdóttir ('24)
0-2 Sandra María Jessen ('63)
0-3 Klara Lindberg ('65)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir