Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikgreinandi og njósnari bendir á efnilega íslenska leikmenn
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dániel Sebestyén, leikgreinandi og njósnari, sem fylgist vel með sænska boltanum birtir á samfélagsmiðlinum Twitter lista yfir sex íslenska fótboltamenn sem hann hvetur fólk til að fylgjast vel með.

„Á síðustu vikum hef ég horft á marga leiki hjá yngri landsliðum Íslands og það eru nokkrir efnilegir leikmenn að koma upp sem vert er að fylgjast með," skrifar Dániel.

Leikmennirnir sem hann nefnir eru:

Jón Dagur Þorsteinsson (AGF í Danmörku)
21 árs gamall kantmaður
Var keyptur til AGF frá Fulham fyrir þetta tímabil og var fljótur að sýna hvað í honum býr þar sem hann skoraði fimm mörk og lagði upp tvö á aðeins 940 mínútum. Jón Dagur hefur verið fyrirliði U21 landsliðsins að undanförnu.

Styrkleikar: Sendingar, að klára færi, tækni og ákvörðunartaka.

Willum Þór Willumsson (BATE í Hvíta-Rússlandi)
21 árs gamall miðjumaður
Kom til BATE fyrir einu og hálfu áru síðan, en hefur komist í byrjunarliðið á þessu tímabili og spilað 70 prósent mögulegra mínútna.

Styrkleikar: Líkamlegur styrkur, góður í loftinu, tæklingar, staðsetning.

Danijel Dejan Djuric (Midtjylland í Danmörku)
17 ára gamall sóknarmaður
Hefur verið að þróa leik sinn áfram í hinni vel þekktu akademíu Midtjylland síðastliðið ár og ég er viss um að hann fái tækifæri í aðalliðinu einn daginn.

Styrkleikar: Skot, rekja boltann, hreyfing án boltans og tækni.

Ísak Bergmann Jóhannesson (Norrköping í Svíþjóð)
17 ára gamall miðjumaður
Er þegar farinn að spila í U19 landsliðinu og gæti verið að hann verði byrjunarliðsmaður í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann er á meðal hæfileikaríkustu leikmannana.

Styrkleikar: Yfirsýn, sendingar, tækni, föst leikatriði.

Kolbeinn Birgir Finnsson (Borussia Dortmund II í Þýskalandi)
20 ára vinstri bakvörður
Hefur þegar verið hjá félögum eins og Groningen og Brentford áður en hann fór til Þýskalands þar sem hann er byrjunarliðsmaður og er að standa sig vel hjá liði í fjórðu efstu deild.

Styrkleikar: Fyrirgjafir, tæklingar, hraði og staðsetningar.

Valgeir Valgeirsson (HK í Pepsi Max-deildinni)
17 ára kantmaður
Þrátt fyrir ungan aldur var hann byrjunarliðsmaður í efstu deild á síðustu leiktíð og var einn besti leikmaðurinn í sínu liði. Mjög fjölhæfur leikmaður.

Styrkleikar Tæklingar, vinnuframlag, skot, góður í að reikna hlutina út áður en þeir gerast.

Sjá einnig:
Jón Dagur: Var orðinn þreyttur á varaliðsboltanum
Willum: Ætla mér enn stærra hlutverk hjá BATE
Danijel: Stefni mjög hátt og mun gera allt til að ná þangað
Mikil trú á Ísaki sem stefnir hátt: Vil vinna í hvert einasta skipti
Kolbeinn Finns: Gaman að spila á Anfield
Valgeir: Vil ekki velja strax því það líklega lokar dyrum


Athugasemdir
banner
banner
banner