Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 23. janúar
WORLD: International Friendlies
Bandaríkin 3 - 0 Kosta Ríka
lau 18.apr 2020 19:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Danijel: Stefni mjög hátt og mun gera allt til að ná þangað

Danijel Dejan Djuric byrjaði í yngri flokkunum hjá Hvöt en fjölskyldan flutti í Kópavoginn þegar bræðurnir Danijel og Nikola voru í kringum tíu ára aldurinn. Faðir þeirra, Dejan, lék með Hvöt og Tindastóli á árunum 2005-2008.

Danijel var fjórtán ára þegar hann kom fyrst inn á æfingar hjá meistaraflokki Breiðabliks og árið 2018 lék hann með liðinu í Fótbolta.net mótinu. Seinna það ár fóru hann og bróðir hans til Midtjylland og spilar Danijel þar með U17 ára liði félagsins. Ferill Danijels er rétt að byrja og stefnir hann hátt. Fótbolti.net hafði samband við hann og ræddi um ferilinn til þessa.

Hann heldur mér mjög mikið á jörðinni, ef ég byrja að fara pínu hátt upp þá er hann fyrstur til að rífa mig niður. (Mynd af Dejan Djuric ásamt Arnari Skúla Atlasyni og Ingva Hrannari Ómarssyni)
Hann heldur mér mjög mikið á jörðinni, ef ég byrja að fara pínu hátt upp þá er hann fyrstur til að rífa mig niður. (Mynd af Dejan Djuric ásamt Arnari Skúla Atlasyni og Ingva Hrannari Ómarssyni)
Mynd/Tindastóll
Það hjálpar og hjálpaði mjög mikið að hafa bróðir minn alltaf mér við hlið og þá sérstaklega vegna keppnisskapsins sem við erum báðir með. Við keppumst um allt sama hvað það er, snýst allt um að vera betri en hinn.
Það hjálpar og hjálpaði mjög mikið að hafa bróðir minn alltaf mér við hlið og þá sérstaklega vegna keppnisskapsins sem við erum báðir með. Við keppumst um allt sama hvað það er, snýst allt um að vera betri en hinn.
Mynd/Heimasíða Midtjylland
Ég fæ mjög margar spurningar um hvort ég væri búinn að slá metið. Í úrslitaleiknum skoraði ég svo tvö mörk og var þá tilkynnt að ég hefði slegið metið sem Kolbeinn Sigþórsson átti.
Ég fæ mjög margar spurningar um hvort ég væri búinn að slá metið. Í úrslitaleiknum skoraði ég svo tvö mörk og var þá tilkynnt að ég hefði slegið metið sem Kolbeinn Sigþórsson átti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það truflar mig þó ekki mjög mikið, ég stefndi alltaf lengra en að spila á Íslandi. Breiðablik gerði mjög mikið fyrir mig og þakka ég félaginu fyrir það.
Það truflar mig þó ekki mjög mikið, ég stefndi alltaf lengra en að spila á Íslandi. Breiðablik gerði mjög mikið fyrir mig og þakka ég félaginu fyrir það.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur tími og ég hef vaxið mjög mikið í þessu frábæra umhverfi. Hér er allt til alls til að verða betri fótboltamaður og tækifæri til að bæta sig á hverjum degi.
Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur tími og ég hef vaxið mjög mikið í þessu frábæra umhverfi. Hér er allt til alls til að verða betri fótboltamaður og tækifæri til að bæta sig á hverjum degi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mitt markmið er að komast inn í aðalliðið og í framhaldinu til ennþá stærra félags.
Mitt markmið er að komast inn í aðalliðið og í framhaldinu til ennþá stærra félags.
Mynd/Hulda Margrét
Ég held mér þó á jörðinni og ætla að byrja á að ná litlu markmiðunum fyrst og reyni að bæta mig á hverri æfingu og í hverjum leik. Ég stefni mjög hátt og mun gera allt til að komast þangað.
Ég held mér þó á jörðinni og ætla að byrja á að ná litlu markmiðunum fyrst og reyni að bæta mig á hverri æfingu og í hverjum leik. Ég stefni mjög hátt og mun gera allt til að komast þangað.
Mynd/Hulda Margrét
Ég lærði helling í hverjum einasta leik. Að vera markahæstur og besti sóknarmaðurinn var ánægjulegt fyrir mig og fjölskyldan var ánægð fyrir mína hönd.
Ég lærði helling í hverjum einasta leik. Að vera markahæstur og besti sóknarmaðurinn var ánægjulegt fyrir mig og fjölskyldan var ánægð fyrir mína hönd.
Mynd/Hulda Margrét
„Ég er með mjög stórt hjarta inni á vellinum og geri allt til þess að vinna leiki."
Fótboltafjölskylda á Blönduósi
Fyrsta spurningin á Danijel sneri að komu fjölskyldu hans til Íslands. Hvar voru fyrstu skrefin á ferlinum?

„Við fjölskyldan fluttum til Íslands þegar ég var bara tveggja ára gamall. Pabbi var fenginn til að spila á Blönduósi með Hvöt," sagði Danijel við Fótbolta.net.

„Ég spilaði með Hvöt þar til ég var níu ára og þá flutti ég í Kópavoginn vegna þess að foreldar mínu sáu strax að aðstaðan til fótboltaiðkunnar var betri annars staðar og því fluttum við í Kópavoginn svo hægt væri að æfa við bestu aðstöðu á landinu."

Nikola er tveimur árum eldri en Danijel. Hvernig var að hafa hann alltaf nálægt þegar kom að fótboltanum?

„Það hjálpar og hjálpaði mjög mikið að hafa bróðir minn alltaf mér við hlið og þá sérstaklega vegna keppnisskapsins sem við erum báðir með. Við keppumst um allt sama hvað það er, snýst allt um að vera betri en hinn."

Markmaskína frá fyrsta degi - Sló met Kolbeins
Djuric fjölskyldan fluttist í Kópavoginn þegar Danijel var níu ára. Hvernig voru fyrstu skrefin í Kópavoginum?

„Ég man eftir því að þremur dögum eftir að ég kom í Breiðablik keppti ég með B-liðinu í mínum flokki. Við unnum leikinn 6-0 og ég skoraði öll mörkin. Þjálfararnir sáu þá að ég ætti ekki að vera í B-liðinu."

„Okkar árgangur í Breiðablik var mjög sigursæll og unnum við öll þau mót sem við kepptum á."


Í hinni hliðinni segir Danijel frá þeirri staðreynd að hann sló markamet Kolbeins Sigþórssonar á N1 mótinu. Vakti það mikla athygli?

„Ég man ekki alveg hversu mörg mörkin voru sem ég skoraði en ég man að eftir leikinn í undanúrslitunum þá erum við Blikarnir á gangi um KA-svæðið og ég fæ mjög margar spurningar um hvort ég væri búinn að slá metið."

„Í úrslitaleiknum skoraði ég svo tvö mörk og var þá tilkynnt að ég hefði slegið metið sem Kolbeinn Sigþórsson átti."


Leikmaður með stórt hjarta eins og pabbi sinn
Áður en við förum út í næsta skref á ferlinum var Danijel spurður hvernig hann myndi lýsa sér sem leikmanni. Svo því sé haldið til haga þá er Danijel réttfættur sóknarmaður.

„Ef ég myndi lýsa mér sjálfum sem leikmanni þá myndi ég segja að ég væri mög fjölhæfur sóknarmaður sem getur leyst allar stöðurnar framarlega á vellinum."

„Ég myndi segja að minn helsti styrkleiki sé hugarfarið mitt og vinnusemin. Mig langar til að ná mínum markmiðum og geri mikið til þess að ná þeim."

„Ég er með mjög stórt hjarta inni á vellinum og geri allt til þess að vinna leiki. Ég er snöggur á fyrstu metrunum og er með hraðar hreyfingar. Mér finnst mjög gaman að taka menn á með gabbhreyfingum og ég veit svo oftast hvar markið er."


Eru einhver líkindi með Danijel og því hvernig pabbi hans var sem leikmaður? Er eitthvað sem Dejan kenndi syni sínum?

„Pabbi var mikill varnarjaxl en ekki sóknarmaður eins og við bræðurnir. Pabbi hefur kennt mér mikið innan vallar og hann spilaði alltaf með stórt hjarta inni á vellinum og ég fæ það frá honum."

„Hann heldur mér mjög mikið á jörðinni, ef ég byrja að fara pínu hátt upp þá er hann fyrstur til að rífa mig niður."

„Það truflar mig þó ekki mjög mikið, ég stefndi alltaf lengra en að spila á Íslandi."
Ágúst hafði mikla trú á Danijel
Veturinn fyrir tímabilið 2018 sagði Ágúst Gylfason, þáverandi þjálfari meistaraflokks Breiðabliks, að Danijel gæti spilað það sumarið. Hvernig var fyrir Danijel að heyra Gústa segja þetta?

„Að heyra að Gústi hafði þessa trú á mér að ég gæti komið við sögu í Pepsi var mjög gaman og ánægjulegt. Ég á Gústa mikið að þakka að taka mig, fjórtán ára gutta, inn á meistaraflokksæfingar. Hann gaf mér mínútur í æfingaleikjum."

„Ég var vongóður að ég myndi fá tækifærið í Pepsi-deildinni en það varð ekki. Ég var einu sinni nítjándi maður gegn Pepsi og eftir á eru það eilítil vonbrigði að hafa ekki fengið sénsinn."

„Það truflar mig þó ekki mjög mikið, ég stefndi alltaf lengra en að spila á Íslandi. Breiðablik gerði mjög mikið fyrir mig og þakka ég félaginu fyrir það."


Fóru saman til Midtjylland árið 2018
Danijel ákvað að taka tilboði danska félagsins FC Midtjylland og fór út um mitt sumarið 2018. Höfðu fleiri lið verið að skoða hann?

„Við bræðurnir fórum fyrst til AZ í Hollandi á reynslu og þeir ætluðu að fylgjast betur með okkur í framhaldinu. Við fórum svo tvisvar sinnum til Midtjylland og í kjölfarið semja þeir við okkur báða."

Hvernig hefur tíminn til þessa verið í Danmörku?

„Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur tími og ég hef vaxið mjög mikið í þessu frábæra umhverfi. Hér er allt til alls til að verða betri fótboltamaður og tækifæri til að bæta sig á hverjum degi."

„Ég hef spilað með U17 ára liði félagsins og æft með U19. Persónulega hefur mér gengið vel, ég er að gefa mér tíma til að þróast sem leikmaður."


Hver eru markmið Danijels hjá Midtjylland?

„Mitt markmið er að komast inn í aðalliðið og í framhaldinu til ennþá stærra félags. Ég held mér þó á jörðinni og ætla að byrja á að ná litlu markmiðunum fyrst og reyni að bæta mig á hverri æfingu og í hverjum leik. Ég stefni mjög hátt og mun gera allt til að komast þangað."

Markahæstur á móti í Hvíta-Rússlandi
Drengjalandslið Íslands, U17, lék á móti í Hvíta-Rússlandi í janúar. Þar var Danijel markahæsti leikmaður mótsins og valinn besti sóknarmaðurinn. Hvernig var það mót?

„Mótið var mjög skemmtilegt þrátt fyrir að úrslit leikjanna voru ekki þau bestu. Ég lærði helling í hverjum einasta leik. Að vera markahæstur og besti sóknarmaðurinn var ánægjulegt fyrir mig og fjölskyldan var ánægð fyrir mína hönd."

„Þetta gaf mér heilmikla innspýtingu fyrir seinni hluta tímabilsins í Danmörku með Midtjylland."


Stefnt á að hefja æfingar 13. maí
Danijel er þessa stundina á Íslands vegna heimsfaraldsins. Hann var að lokum spurður út ferlið að koma heim.

„Ég fór mjög snemma heim til Íslands eða 12. mars. Það var um leið og Danirnir lokuðu skólum og settu bann á æfingar. Þá var mér hleypt strax heim til Íslands."

„Ég var mjög heppinn að sleppa við tveggja vikna sóttkví. Stefnan er núna að hefja æfingar 13. maí en það er óstaðfest dagsetning,"
sagði Danijel að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Danijel Djuric (Midtjylland)
Athugasemdir
banner