Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. maí 2021 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Reguilon skúrkurinn - McGinn bestur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir fyrstu þrjá leiki kvöldsins í næstsíðustu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins.

Tottenham tapaði mikilvægum heimaleik gegn Aston Villa og er auðvelt að benda á Sergio Reguilon sem skúrkinn þar. Fyrst skoraði hann ótrúlegt sjálfsmark og svo tapaði hann boltanum í vörninni til að gefa gestunum sigurmarkið.

Reguilon fær 3 fyrir sinn þátt, aðeins minna heldur en Eric Dier og Harry Winks sem fá 4. Harry Kane og Son Heung-min fá aðeins 5 í einkunn.

Miðjumaðurinn John McGinn var besti maður vallarins með 9 í einkunn og koma Jack Grealish og Tyrone Mings næst honum með 8.

Tottenham: Lloris (6), Tanganga (5), Dier (4), Alderweireld (5), Reguilon (3), Hojbjerg (5), Winks (4), Alli (6), Son (5), Bergwijn (6), Kane (5).
Varamenn: Bale (6), Ndombele (6)

Aston Villa: Martinez (7), Konsa (7), Hause (7), Mings (8), Targett (7), Nakamba (7), McGinn (9), Traore (6), El Ghazi (6), Grealish (8), Watkins (7).
Varamaður: Luiz (5)



Gylfi Þór Sigurðsson fékk þá 7 í einkunn eins og flestir leikmenn Everton í 1-0 sigri gegn Wolves. Miðvörðurinn Michael Keane var maður leiksins, hann og Richarlison eru einu leikmenn vallarins sem fengu 8 fyrir sinn þátt.

Úlfarnir þóttu ósannfærandi og fengu leikmenn liðsins ýmist 5 eða 6 í einkunn.

Joe Willock var þá bestur í 1-0 sigri Newcastle gegn Sheffield United ásamt liðsfélaga sínum Allan Saint-Maximin sem fór fimmtán sinnum framhjá andstæðingi sínum í leiknum.

Everton: Pickford (7), Mina (7), Keane (8), Godfrey (7), Coleman (7), Doucoure (7), Allan (7), James (7), Digne (7), Sigurdsson (7), Richarlison (8), Calvert-Lewin (7)
Varamenn: Davies (6), Gomes (6), Holgate (6)

Wolves: Ruddy (6), Saiss (6), Coady (6), Kilman (6), Semedo (5), Ait-Nouri (5), Moutinho (6), Neves (6), Traore (6), Gibbs-White (6), Fabio Silva (5)
Varamenn: Jose (6), Vitinha (6), Dendoncker (6)

Newcastle United: Dubravka (6), Krafth (7), Fernandez (7), Dummett (6), Murphy (8), Shelvey (7), Willock (8), Ritchie (6), Almiron (6), Saint-Maximin (8), Joelinton (5)
Varamenn: Subs: Gayle (6), Longstaff (6),

Sheffield Utd: Ramsdale (7), Bogle (6), Basham (6), Egan (6), Robinson (6), Stevens (6), Osborn (6), Norwood (5), Fleck (6), McGoldrick (7), Jebbison (6)
Varamaður: Brewster (6)
Athugasemdir
banner