Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 19. maí 2021 23:11
Ívan Guðjón Baldursson
Nik ósáttur með dómgæsluna: Þetta kjaftæði gerist í hverri viku
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nik Chamberlain þjálfari kvennaliðs Þróttar var svekktur eftir 3-4 tap gegn Selfossi.

Leikurinn var gríðarlega fjörugur þar sem mikið var um færi og var Nik ósáttur með varnarleik Þróttar.

„Þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur en varnarleikur okkar var barnalegur á köflum. Við gerðum vel að koma til baka í fyrri hálfleik en svo gerist þetta aftur, það er ekki hægt að lenda tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í sama leiknum," sagði Nik.

„Stelpurnar eiga hrós skilið fyrir að halda áfram að berjast til enda. Við fengum færi en þessar fyrstu 10-15 mínútur af síðari hálfleik breyttu öllu."

Nik var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum rétt eins og stuðningsmenn Þróttar. Það var sérstaklega athugavert þriðja mark Selfoss en Nik segist ekki hafa séð það.

„Mér fannst mikið ósamræmi í dómgæslunni og þetta kjaftæði gerist í hverri viku. Það er svolítið ógeðslegt að það sé farið svona með okkur. Við brjótum af okkur einu sinni eða tvisvar og fáum gult spjald. Andstæðingarnir brjóta af sér sex, sjö, átta sinnum og fá bara smá tiltal. Það fer eftir hvaða leikmaður það er.

„Ég er bara að biðja um samræmi í dómgæslunni. Ekkert annað."


Þróttur er með þrjú stig úr fjórum leikjum og er Nik ánægður með frammistöðu liðsins hingað til á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner