Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert ósætti en leikmenn verða mögulega ósáttir - „Mig svimar"
Brynjar Gauti Guðjónsson
Brynjar Gauti Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, sat allan tímann á varamannabekknum í 3-2 tapi liðsins gegn Breiðabliki í síðustu viku og var orðrómur um það að hann vildi komast frá félaginu undir lok gluggans.

Varnarmaðurinn hefur komið við sögu í þremur leikjum liðsins í Bestu deildinni í sumar en hefur ekkert spilað síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Fram þann 7. maí. Það var eini leikur hans í byrjunarliði í deildinni til þessa.

Brynjar Gauti var ósáttur eftir að Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, tilkynnti byrjunarliðið gegn Blikum í síðustu viku og sagður vilja yfirgefa félagið fyrir lok gluggans. Hann kom ekkert við sögu í leiknum og var síðan utan hóps gegn Val í síðustu umferð.

„Nei alls ekkert ósætti. Brynjar Gauti var á bekknum í dag og hefði alveg verið 'valid' að koma inn í leikinn en það var ekki. Ekkert ósætti í rauninni. Ég hef ekkert heyrt af því. Auðvitað eru leikmenn í öllum liðum sem hafa ekkert verið að spila og hafa verið að spila í gegnum tíðina sem mögulega verða ósáttir og láta heyra í sér. Það er bara eins og gengur og gerist. Maður hefur tilfinningar og er í þessu af líf og sál, bæði ég og leikmennirnir. Auðvitað fara menn að spá og spekúlera þegar þeir eru ekki að spila," sagði Ágúst eftir leikinn við Blikum.

Tómas Þór Þórðarson vissi ekki alveg hvernig hann átti að haga sér eftir að hafa hlustað á viðtalið í útvarpsþættinum um helgina.

„Heyrðu mig svimar. Það er ekkert ósætti en það er samt ósætti. Menn eru ósáttir ef þeir spila ekki og hann spilaði ekki og var ósáttur en það var samt ekkert ósætti. Ég þori ekki að standa upp mig svimar svo mikið," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina eftir að hafa hlustað á viðtali við Ágúst.

Elvar Geir Magnússon heyrði þá sögu að Brynjar hefði viljað komast frá Stjörnunni á gluggadegi.

„Leikurinn var á gluggadeginum og heyrði þá sögu að hann hafi viljað fara þegar glugginn var að fara loka, það segir sagan. Mikið stuð hjá Stjörnunni," sagði Elvar.
Útvarpsþátturinn - Besta deildin og ferðasaga Tom
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner