Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. júní 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir ber bandið hjá KA - „Frábær fyrirmynd innan sem utan vallar"
Einn besti framherji deildarinnar
Ásgeir hefur skorað fjögur mörk í upphafi móts
Ásgeir hefur skorað fjögur mörk í upphafi móts
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson hefur borið fyrirliðaband KA í upphafi móts. Hann og Ívar Örn Árnason eru fyrirliðar liðsins.

Almarr Ormarsson hafði borið fyrirliðabandið síðustu tvö tímabil ásamt þeim Ívari og Hallgrími Jónassyni. Almarr gekk í raðir Vals fyrir tímabilið, Ívar glímir við meiðsli og Hallgrímur Jónasson er orðinn aðstoðarþjálfari auk þess að glíma við meiðsli.

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur borið fyrirliðabandið hjá KA þegar hort er til baka, hann bar bandið þegar Guðmann Þórisson var fjarri góðu gamni tímabilin 2017 og 2018. Það vakti því athygli einhverra að Arnar Grétarsson leitaði ekki til Grímsa í upphafi móts þegar kom að því velja fyrirliða.

Fótbolti.net ræddi við Grímsa og spurði hann út í fyrirliðahlutverkið og hvort hann hafi rætt það við Arnar Grétarsson. þjálfara liðsins, fyrir mót.

Rædduð þið Arnar þetta eitthvað sérstaklega?

„Þetta er bara ákvörðun sem Arnar tekur. Hann kom seint inn í þetta í fyrra og vildi ekki vera breyta of miklu. Honum finnst Geiri vera fyrirliðinn okkar, mér finnst hann líka vera flottur fyrirliði. Hann er frábær fyrirmynd innan sem utan vallar, er vel að þessu kominn og hefur staðið sig vel í þessu hlutverki. Þetta er ekkert sem við Arnar ræddum eitthvað sérstaklega og ákvörðun sem ber að virða. Ég er nokkuð sammála þessari ákvörðun, ég er ekkert mesta fyrirliðatýpan hvort eð er," sagði Grímsi.

Er þetta ákveðinn léttir, geturu einbeitt þér að öðru?

„Ég hef aldrei pælt í þessu eins og þetta sé einhver byrði. Ég var í fyrirliðateymi með Almari og Ívari í fyrra og pæli ekkert þannig í þessu. Ef ég er með bandið þá hugsa ég ekkert að það sé meiri ábyrgð þó maður viti að það sé þannig. Það hefur engin áhrif á mann inn á vellinum. Það er flott að Geiri sé með bandið, hann er frábær fyrirliði.”

Aðeins um Ásgeir, hvernig er fyrir ykkur að hann sem fremsti maður sér að tikka inn mörkum?

Ásgeir gekk í raðir KA fyrir tímabilið 2016 og skoraði hann 23 mörk á sínum fyrstu þremur tímabilum með KA. Árið 2018 meiddist hann, var frá í tæpt ár og hefur gengið erfiðlega að finna fjölina fyrir framan mark andstæðinganna síðan. 2019 skoraði hann eitt mark, 2020 skoraði hann tvö mörk en nú hefur hann skorað fjögur mörk í upphafi móts.

„Það er geðveikt, hann er einn besti strikerinn í þessari deild þegar hann er í formi. Hann er í góðu formi núna og það er mjög gott fyrir liðið að hann sé að finna netið aftur. Hann er kominn með fjögur mörk og er búinn að vera frábær. Þetta veitir á gott upp á framhaldið og er gott fyrir allt liðið í heild sinni," sagði Grímsi.

Ásgeir verður 25 ára í desember. Hann verður að öllum líkindum í eldlínunni þegar KA mætir Val á morgun í toppbaráttuslag í Pepsi Max-deildinni. Ásgeir skoraði annað af mörkum KA í 0-2 útisigri gegn ÍA á miðvikudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner