Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 16:09
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu fyrsta viðtalið við Arne Slot sem stjóra Liverpool
Mynd: Liverpool
Hollendingurinn Arne Slot er tekinn við stjórnartaumunum hjá Liverpool og tekur með sér aðstoðarmann sinn frá Feyenoord, Sipke Hulshoff.

Slot er nýkominn úr sumarfríi og í viðtali við heimasíðu félagsins, sem hægt er að sjá hér að neðan, tjáir hann sig um nýja starfið og það verkefni að taka við af hinum elskaða Jurgen Klopp.

„Hann gaf mér góð ráð en það sem stóð upp úr hjá mér var hversu ánægður hann var fyrir mína hönd. Hann sagði að hann yrði minn helsti stuðningsmaður því hann styður Liverpool alla leið. Það segir sitt um karakterinn sem hann er," segir Slot um Klopp.

„Við vonumst eftir því að koma Liverpool aðeins hærra en í þriðja sæti og það er sú áskorun sem bíður okkar, að byggja ofan á það sem við höfum. Ég er bjartsýnn því við erum með góðan leikmannahóp og með smá bætingu getum við fengið fleiri stig en þessi 82 sem liðið fékk á síðasta tímabili."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner