Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   mið 19. júní 2024 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Ungverja: Dómarinn var slakastur á vellinum
Mynd: EPA

Marco Rossi, landsliðsþjálfari Ungverjalands, var mjög ósáttur við dómarann eftir tap liðsins gegn Þýskalandi á EM í kvöld.


Þýskaland vann leikinn 2-0 en Ungverjar voru alls ekki sáttir með fyrra markið þar sem þeir töldu að Ilkay Gundogan hafi brotið af sér áður en hann lagði upp á Jamal Musiala.

Undir lok leiksins vildu þeir fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Emre Can inn á teignum.

„Ég hef aldrei kvartað á mínum ferli sem þjálfari. Aldrei reynt að finna afsaakanir en það sém dómarinn gerði í dag, láttu ekki svona," sagði Rossi.

„Ég er nokkuð viss um að Þjóðverjarnir sáu þetta líka. Þjóðverjar hefðu hvort eð er unnið því þeir voru betri en við en dómarinn var sá lélegasti á vellinum."


Athugasemdir
banner
banner