Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Stór atvik féllu með Þjóðverjum
Mynd: EPA

Germany 2 - 0 Hungary
1-0 Jamal Musiala ('22 )
2-0 Ilkay Gundogan ('67 )


Þýskaland og Ungverjaland mættust í A-riðli á EM í dag.

Jamal Musiala kom Þjóðverjum yfir en Ungverjar voru alls ekki sáttir en þeir vildu meina að Ilkay Gundogan, sem lagði upp markið, hafi brotið af sér í aðdragandanum.

Ungverjar voru hættulegir og þá helst Dominik Szoboszlai, hann átti aukaspyrnu sem Manuel Neuer varði stórkostlega. Undir lok fyrri hálfleiks tók hann aðra aukaspyrnu og Roland Sallai kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf Szobozlai en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Ilkay Gundogan tryggði síðan Þjóðverjum sigurinn þegar Max Mittelstadt fann hann einan í teignum. Undir lokin fór boltinn af Ungverja og í hönd Emre Can inn á vítateig Þjóðverja en ekkert dæmt.

Þjóðverjar hafa með þessum sigri tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner