Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 19. júní 2025 00:01
Alexander Tonini
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Haukur Brink.
Haukur Brink.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta frábær fótboltaleikur, fannst við frábærir í dag, sóknarlega algjörlega 'outstanding'," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Hann var ekki ánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en heilt yfir var hann virkilega ánægður með leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

„Örvar (Logi) á ekki einn sök á þessu (fyrsta) marki. Það eru fleiri, og ef út í það eru það við allir. Við brugðumst vel við, breyttist ekkert í okkar leik. Ég er virkilega ánægður með liðið."

Stjarnan er komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Horfir Jökull í það að sé meiri séns á titli þar sem Breiðablik og Víkingur, sigursælustu lið síðustu ára, eru dottin úr leik?

„Fyrir mér áttum við jafnmikinn séns þegar allir voru með í byrjun og fórum inn í þessa keppni þannig að við ætluðum bara að vinna hana. Lið þurfa alltaf að detta einhvers staðar út og þessi duttu vissulega út snemma. Núna eru bara efstu deildar lið eftir og það verður erfiður leikur sem við munum fá í undanúrslitum."

Þeir Kjartan Már Kjartansson og Guðmundur Kristjánsson voru á bekknum eftir að hafa byrjað síðasta leik. Þeir eru aðeins stífir og voru því sparaðir í kvöld, ættu að vera í lagi fyrir næsta leik.

Í lok viðtals var Jökull spurður út í leikmann sinn, Hauk Örn Brink, sem fór alla leið í úrslit 'Einn á einn' móts Fótbolta.net og Adams Pálssonar sem fór fram í gær. Hann endaði í 2. sæti eftir úrslitaleik við Danijel Dejan Djuric.

„Við erum búnir að ræða það aðeins, auðvitað hefði ég viljað sjá hann vinna þetta, en hann hafði betur en félagar sínir í atvinnumennsku í þessari keppni, komst allavegana á pall."

„Hann stendur sig feikivel í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er fótbolti eða eitthvað annað, það kemur ekki á óvart,"
sagði Jökull. Félagar og jafnaldrar Hauks, Daníel Freyr Kristjánsson (Midtjylland) og Helgi Fróði Ingason (Helmond Sport) tóku einnig þátt í mótinu en duttu fyrr úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner