Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 19. júní 2025 00:01
Alexander Tonini
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Haukur Brink.
Haukur Brink.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta frábær fótboltaleikur, fannst við frábærir í dag, sóknarlega algjörlega 'outstanding'," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Keflavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Hann var ekki ánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en heilt yfir var hann virkilega ánægður með leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

„Örvar (Logi) á ekki einn sök á þessu (fyrsta) marki. Það eru fleiri, og ef út í það eru það við allir. Við brugðumst vel við, breyttist ekkert í okkar leik. Ég er virkilega ánægður með liðið."

Stjarnan er komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Horfir Jökull í það að sé meiri séns á titli þar sem Breiðablik og Víkingur, sigursælustu lið síðustu ára, eru dottin úr leik?

„Fyrir mér áttum við jafnmikinn séns þegar allir voru með í byrjun og fórum inn í þessa keppni þannig að við ætluðum bara að vinna hana. Lið þurfa alltaf að detta einhvers staðar út og þessi duttu vissulega út snemma. Núna eru bara efstu deildar lið eftir og það verður erfiður leikur sem við munum fá í undanúrslitum."

Þeir Kjartan Már Kjartansson og Guðmundur Kristjánsson voru á bekknum eftir að hafa byrjað síðasta leik. Þeir eru aðeins stífir og voru því sparaðir í kvöld, ættu að vera í lagi fyrir næsta leik.

Í lok viðtals var Jökull spurður út í leikmann sinn, Hauk Örn Brink, sem fór alla leið í úrslit 'Einn á einn' móts Fótbolta.net og Adams Pálssonar sem fór fram í gær. Hann endaði í 2. sæti eftir úrslitaleik við Danijel Dejan Djuric.

„Við erum búnir að ræða það aðeins, auðvitað hefði ég viljað sjá hann vinna þetta, en hann hafði betur en félagar sínir í atvinnumennsku í þessari keppni, komst allavegana á pall."

„Hann stendur sig feikivel í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er fótbolti eða eitthvað annað, það kemur ekki á óvart,"
sagði Jökull. Félagar og jafnaldrar Hauks, Daníel Freyr Kristjánsson (Midtjylland) og Helgi Fróði Ingason (Helmond Sport) tóku einnig þátt í mótinu en duttu fyrr úr leik.
Athugasemdir
banner