Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur „alvöru möguleika" á því að Henderson fari í sumar
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það hafa vaknað upp vangaveltur um það hvort Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, sé á förum frá félaginu.

Dominic King, blaðamaður Daily Mail skrifar grein um málið og hann segir að það sé alvöru möguleiki á því að Henderson yfirgefi Liverpool í sumar.

Fyrr í dag sögðum við frá því að Henderson væri bendlaður við Atletico Madrid.

Henderson hefur verið hjá Liverpool í tíu ár og fundaði með félaginu um nýjan samning en sá fundur gekk ekki vel samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Í grein Daily Mail kemur jafnframt fram að Paris Saint-Germain hafi áhuga á Henderson. Mauricio Pochettino, stjóri PSG, er mikill aðdáandi leikmansins.

Það er ljóst að það yrði ekki vinsælt ef Liverpool ákveður að selja hinn 31 árs gamla Henderson. Hann hefur spilað stórt hlutverk í frábærum árangri síðustu ára.
Athugasemdir
banner
banner