Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
De Paul gagnrýnir Fofana og aðra liðsfélaga Enzo - „Það er illgirni í þessu“
Enzo Fernandez
Enzo Fernandez
Mynd: EPA
Wesley Fofana
Wesley Fofana
Mynd: Getty Images
Rodrigo De Paul, miðjumaður Atlético Madríd og argentínska landsliðsins, gagnrýnir liðsfélaga Enzo Fernandez hjá Chelsea, harðlega fyrir uppátæki þeirra á samfélagsmiðlum.

Enzo birti myndband á samfélagsmiðlum eftir að Argentína vann Copa America-bikarinn í annað sinn í röð en þar sást hann syngja níðsöngva um svarta leikmenn franska landsliðsins.

Argentínumaðurinn er til rannsóknar vegna myndbandsins en franska fótboltasambandið sendi málið til alþjóðafótboltasambandsins, FIFA, og telur að söngvarnir vísi í rasisma og mismunun.

Tíu liðsfélagar Enzo hjá Chelsea hættu að fylgja honum á Instagram eftir að myndbandinu var dreift á samfélagsmiðlum og birti Fofana meðal annars færslu þar sem hann sakaði Enzo um rasisma.

Enzo hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum og hefur De Paul nú komið landsliðsfélaga sínum til varnar.

„Ég skil það vel að fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum sé ekki hrifið af þessu, en ég held að ef einhverjir liðsfélagar Enzo hafi móðgast yfir þessu þá er best að hringja bara í hann, ekki að birta færslur á samfélagsmiðlum.“

„Það er illgirni í því. Þeir eru að reyna að gera úlfalda úr mýflugu. Þetta er mjög skrítið, eins og að sparka í liggjandi mann.“

„Mér finnst það algerlega tilgangslaust að hætta að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Þú getur hringt í hann og sagði að þetta sé ekki í lagi og spurt af hverju hann birtir ekki afsökunarbeiðni og þar með er málið afgreitt,“
sagði De Paul.
Athugasemdir
banner
banner