Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn framlengir við FCK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danska félagið FCK og Orri Steinn Óskarsson hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi framherjans við félagið. Orri er nú samningsbundinn fram á sumarið 2028.

Orri er 19 ára landsiðsmaður sem spilaði mjög vel í úrslitakeppninni í vor eftir að kallið kom frá þjálfara liðsins. Þar á undan hafði hann verið úti í kuldanum og þurfti að hafa fyrir því að vinna sig aftur í liðið.

Frammistaða Orra hefur vakið athygli og lagði spænska félagið Girona fram tveggja milljarða króna tilboð í hann fyrr í sumar. FCK hafnaði því tilboði. Hann hefur einnig verið orðaður við Stuttgart, Atalanta og Bologna í sumar og vitað er að fleiri félög fylgjast vel með honum.

Það má búast við því að hann verði aðalframherji FCK á komandi tímabili.

„Á þessum tíma þar sem glugginn er opinn þá eru miklar vangaveltur um Orra. Það er mikil athygli á honum og hægt að finna að eftirspurnin er til staðar. Því erum við hjá FCK ótrúlega ánægð með að á þeim tíma náist samkomulag um að framtíð Orra sé hjá FC Kaupmannahöfn."

„Við höfum mikið að bjóða hér, sterkan vettvang þar sem leikmenn geta þróast. Hér verða menn að standa sig, bæði á hæsta stigi hér innanlands sem og í Evrópu."

„Sem betur fer vill Orri vera áfram hér og við erum stolt af því að vilji halda áfram sinni glæsilegu uppbyggingu hér hja'okkur, þar sem okkur finnst hann eiga heima."

„Það er enginn vafi á því að Orra líður vel hjá FCK og hann hefur tekið nokkur stór skref hér. Á hverju einasta ári hefur hann lagt meira á sig og nú hlökkum við bara til að sjá enn fleiri mörk frá honum á komandi tímabili,"
segir íþróttastjórinn Sune Smith-Nielsen.

Orri gekk í raðir FCK árið 2019 og hefur skorað 16 mörk í 50 keppnisleikjum með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner