Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trúir ekki öðru en að Arnar Gunnlaugs sé á lista hjá Fredrikstad
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmaður Fredrikstad sem gengur undir nafninu Johansen á samfélagsmiðlinum X trúir ekki öðru en að Arnar Gunnlaugsson sé á lista hjá félaginu sínu.

Færeyingurinn Mikkjal Thomassen hætti í vikunni störfum hjá Fredrikstad þar sem honum bauðst starf hjá AIK í Svíþjóð.

Thomassen hafði gert virkilega góða hluti með Fredrikstad en liðið er sem stendur í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Júlíus Magnússon, fyrrum fyrirliði Víkings, er á meðal leikmanna félagsins.

„Ég vil trúa því að Arnar Gunnlaugsson sé einn af þeim sem Joacim Heier íhugar núna sem nýjan þjálfara fyrir Fredrikstad," skrifar Johansen sem er með góðan hóp fylgjenda úr stuðningsmannahópi Fredrikstad.

Hann skrifar svo þráð um Arnar og það sem hann hefur afrekað með Víkingum síðustu árin. „Ég er seldur, fáum hann inn," skrifar einn fylgjenda hans við færsluna en það er vel tekið í þessa uppástungu.

Það verður þó líklega erfitt fyrir Fredrikstad að krækja í Arnar á þessum tímapunkti. Besta deildin er í fullum gangi og þar eru Víkingar á toppnum. Víkingsliðið er einnig í bikarúrslitum og í forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner