Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   þri 19. ágúst 2014 22:13
Arnar Daði Arnarsson
Bjössi Hreiðars: Dæmir Garðar Örn ekki alltaf rétt?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Haukar unnu mikilvægan 3-2 heimasigur á KV í kvöld í 17. umferð 1. deildar karla. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar og með sigrinum komust Haukar upp um nokkur sæti og fjær fallsætinu.

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Hauka var mikið létt eftir leikinn, eftir tvö töp í röð í síðustu leikjum.

,,Ég tek það úr þessum leik að núna unnum við jafnan leik. Mér fannst við reyndar betri í heildina en núna vinnum við leik en í síðustu tveimur leikjum erum við búnir að klúðra niður góðri stöðu. Núna komum við til baka og gerðum það frábærlega. Strákarnir sýndu karakter og unnu gríðarlega mikilvægan leik."

Spilamennska Hauka var ekki upp á marga fiska í leiknum í kvöld og viðurkennir Sigurbjörn að það hafi ekki verið það sem Haukarnir lögðu upp með.

,,Við ætluðum ekkert að sigta inn á það í kvöld að ná einhverjum klobbum og þríhyrningum. Við ætluðum að taka á þeim og keyra upp tempó-ið. Við gerðum það reyndar ekki í byrjun og við vorum lengi í gang og fengum á okkur sloppy mark. Við jöfnum síðan og byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti."

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið og dæmt var víti á hann í kjölfarið. Haukamenn vildu meina að brotið hafi byrjað langt fyrir utan teig.

,,Mér fannst hann byrja að teika hann á miðjum vallarhelmingnum en að einhverju hluta vegna færðist þetta inn í teig. Sennilega var þetta réttur dómur, dæmir ekki Garðar Örn ekki alltaf rétt? Ég hefði auðvitað verið brjálaður ef við hefðum misst þetta niður í jafntefli eða tapað, þá hefði ég sturlast. En núna er þetta allt í lagi."

Fyrsta mark KV var gjöf frá Haukum, fyrst varnarmistök og síðan hefði Sigmar Ingi átt að gera betur í markinu. Ekki sjaldséð sjón frá Haukum í sumar.

,,Við höfum gert töluvert af einstaklings mistökum það er alveg rétt sem hefur leitt til vandræðalegra atvika. Í mörgum leikjum hefur vörnin spilað fínt og spilað klassa vörn en þá kemur eitt og eitt móment og það er það sem við höfum verið að glíma við lengi. Við erum búnir að reyna að koma í veg fyrir það. En það er rétt hjá þér, einstök móment hefur kostað okkur ansi oft í sumar," sagði Sigurbjörn Hreiðars.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner