Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 19. september 2015 17:42
Hafliði Breiðfjörð
Mummi: Býst við að vera í KR
Lærði að taka hornspyrnur á 90 mínútum
Mummi hampar bikarnum í dag.
Mummi hampar bikarnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta fáránlegasti leikur sem ég hef spilað lengi," sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson fyrirliði Víkings Ólafsvík eftir 6-2 sigur á Fjarðabyggð í dag en leikið var í gríðarlegu roki á annað markið og rigningu í þokkabót.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 6 -  2 Fjarðabyggð

„Þetta var fáránlega mikill vindur en við gerðum þetta eins og allt tímabilið og náðum að vera með baráttu allan tímann. Þvílíkur karakter í þessu liði og við kláruðum þetta svona."

Liðin fengu gríðarlegan fjölda hornspyrna í leiknum og öll fóru langt í burtu útaf vindinum. Mummi náði þó að læra á vindinn í lokaspyrnu leiksins þegar hann tók hornið stutt og sendi svo á markið þar sem boltinn fór inn með viðkomu í leikmanni Fjarðabyggðar.

„Þetta var mitt mark, ég talaði við dómarann og ég held að hann hafi ekki skráð þetta á mig. En þetta var mitt mark, ég náði að læra hvernig átti að gera hornspyrnur á 90 mínútum."

Mummi hætti í fótbolta síðasta haust eftir að hafa leikið með uppeldisfélagi sínu, KR og orðið bikarmeistari. Hann kom svo í Ólafsvík í vor.

„Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og bjóst ekkert við miklu. Þetta var ótrúlegt sumar miðað við hvernig gekk, vorum við ekki að jafna markamet og bættum metið í fáum mörkum á okkur á sama tímabili og að bæta stigametið í leiðinni. Þetta er ótrúlegt og eins gott tímabil og hægt er."

Hann kom á láni frá KR og nú þegar bæði liðin eru komin í efstu deild og Mummi var að lyfta bikar með Ólsurum, hvar verður hann næsta sumar?

„Ég býst við að vera í KR," sagði Mummi. „Ég veit að ég á ekki að vera með neinar yfirlýsingar núna, ég gerði það á síðasta tímabili og svo breytast skoðanir á mörgum mánuðum. Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera, það er bara þannig. Ég segi þér það bara eftir nokkra mánuði."
Athugasemdir
banner
banner