Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Máni um Rúnar Pál: Skrifað knattspyrnusögu Stjörnunnar
Stjarnan varð bikarmeistari í fyrra. Fagnmynd.
Stjarnan varð bikarmeistari í fyrra. Fagnmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali eftir jafntefli gegn Breiðablik á mánudagskvöld að hann yrði líklega áfram við stjórnvölinn í Garðabæ.

„Við erum ekki ánægð í Garðabænum, það þarf að gera betur. Breytingar hjá liðinu ræðum við bara eftir mót, en ég verð að öllum líkindum áfram í Garðabænum, það er gott að vera þar," sagði Rúnar eftir leikinn gegn Breiðabliki.

Talað var um framtíð Rúnars í Pepsi Max-mörkunum á mánudagskvöld.

Þorkell Máni Pétursson er á því að Rúnar eigi að vera áfram og að annað sé heimskuleg umræða.

„Orðrómur um það að þeir ætli að skipta um þjálfara er einhver mesta heimska sem ég hef heyrt á ævinni, að skipta út þjálfaranum sem hefur skrifað knattspyrnusögu Stjörnunnar," sagði Máni.

„Hann á alveg skilið að lenda einu sinni í tíunda sæti áður en honum verður skipt út."

Stjarnan er sem stendur í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Rúnar Páll hefur þjálfað Stjörnuna frá 2014 með mjög góðum árangri. Hann hefur gert liðið bæði að Íslands- og bikarmeisturum og hver man ekki Evrópuævintýrinu 2014? Þar voru Stjörnumenn slegnir út í síðustu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar af ítalska stórliðinu Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner