Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 09:35
Elvar Geir Magnússon
Reynt að sannfæra Pogba
Powerade
Pogba er vanur því að vera í slúðurpakkanum.
Pogba er vanur því að vera í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Pogba, Zidane, Van Dijk, Sancho og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum. BBC tók saman.

Manchester United vonast til að sannfæra franska miðjumanninn Paul Pogba (26) um að skrifa undir nýjan samning. Þá er verið að undirbúa nýja samninga fyrir Jesse Lingard (26) og Mason Greenwood (17). (Standard)

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchestet United, segir að það yrði ekki mikill missir af Paul Pogba ef hann færi frá Old Trafford. (TalkSport)

Reiðir stuðningsmenn Real Madrid hafa kallað eftir því að Zinedine Zidane verði rekinn eftir tapið gegn Paris St-Germain í Meistaradeildinni. (Sun)

Juventus hafði tækifæri á að fá Dani Alves (36) í sumar áður en brasilíski varnarmaðurinn skrifaði undir samning við Sao Paulo á frjálsri sölu. (Calciomercato)

Fulltrúi Manchester United var sendur til að fylgjast með Erling Håland (19) í leik með Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni. Þessi sonur Alf-Inge Håland, fyrrum sóknarmanns Manchester City, skoraði þrennu í leiknum. (Salzburger Nachrichten)

Blackburn er í viðræðum við miðjumanninn Lewis Holtby (29), fyrrum leikmann Tottenham og Fulham. Þýski landsliðsmaðurinn er á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Hamburg síðasta tímabili. (Mail)

Everton hefur áhuga á Norður-írska sóknarmanninum David Parkhouse sem er hjá Derry City á láni frá Sheffield United. (Football Insider)

Chris Coleman, fyrrum stjóri Wales, segir að Gareth Bale tali frábæra spænsku. Bale hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lært spænsku síðan hann gekk í raðir Real Madrid. (Athletic)

Manuel Neuer (33), markvörður Bayern München og Þýskalands, íhugar að leggja landsliðshanskana á hilluna eftir EM á næsta ári. (Bild)

Jadon Sancho (19), vængmaður Borussia Dortmund, útilokar ekki að yfirgefa þýska félagið næsta sumar. (Viasport)

Manchester United fylgist með stöðu mála hjá Thomas Tuchel hjá Paris Saint-Germain. Hann kemur til greina ef félagið ákveður að losa sig við Ole Gunnar Solskjær. (Le10Sport)

Varnarmaðurinn Virgil van Dijk (28) neitar þeim vangaveltum að hann sé nálægt því að gera nýjan samning við Liverpool. (Sky Sports)

Tottenham íhugar að kalla Jack Clarke (19) úr láni frá Leeds. Clarke hefur ekki fengið að spila deildarleik á tímabilinu. (Mail)

UEFA mun í næstu viku staðfesta að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2023 verði á Wembley. (Sky Sports)

Arsenal vill fá ungverska miðjumanninn Dominik Szoboszlai (18) frá Red Bull Salzburg. (Football.London)

Unai Emery, stjóri Arsenal, sendi sína leikmenn í móralskan hitting í London eftir slaka frammistöðu gegn Watford. (Mirror)

Bandarísku viðskiptamennirnir Dave Checketts og Alan Paceremain hafa áhuga á að kaupa Sheffield United ef Abdullah prins ákveður að selja félagið. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner