Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 19. september 2020 15:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: KA náði í jafntefli manni færra - Fjölnir í slæmri stöðu
KA kom til baka og náði í stig.
KA kom til baka og náði í stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 1 KA
1-0 Jón Gísli Ström ('35 , víti)
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('76 )
Rautt spjald: Mikkel Qvist, KA ('34) og Gunnar Sigurðsson, Fjölnir ('42)
Lestu um leikinn

KA heimsótti Fjölni á Extra völlinn í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en vindasamt var í Grafarvoginum í dag.

Það dró til tíðinda á 34. mínútu þegar Mikkel Qvist fékk að líta rauða spjaldið fyrir að hamra Sigurpál Melberg í kynnina inn á vítateig KA. Vítaspyrna var dæmd og Jón Gísli Ström kom heimamönnum yfir.

Manni færri jöfnuðu gestirnir á 76. mínútu. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eftir undirbúning Hrannars Steingrímssonar.

Skömmu síðar hefði Jón Gísli getað komið heimamönnum yfir á nýjan leik en skallaði einhvern veginn fyrirgöf frá vinstri frá marki KA, mögulega hafði vindurinn eitthvað að segja í þessu atviki.

Á 86. mínútu fékk KA gott færi en tókst ekki að skora: „VÁÁ DAUÐAFÆRI. Steinþór fær hér boltann fyrir utan teig og leggur hann inn á Almarr en Almarr nær ekki að koma skoti á markið. Frábær varnarleikur hjá Sigurpáli," skrifaði Anton Freyr Jónsson í textalýsingu frá leiknum.

Leikurinn endaði með jafntefli og það fer mjög langt með vonir Fjölnis um að halda sæti sínu í deildinni. KA er með fimmtán stig og hefur einungis tapað einum leik í deildinni undir stjórn Arnars Grétarssonar í sumar.

KA er í 8. sæti og Fjölnir í bontsætinu, átta stigum frá öruggu sæti þegar liðið á sjö leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner