Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. október 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crouch: Neville mest pirrandi andstæðingurinn
Mynd: EPA
„Ef ég hugsa um það í dag þá sé ég ennþá Neville fyrir mér hlaupandi. Hann hleypur í átt að mér fagnandi. Aldrei áður hafði andstæðingur pirrað mig eins og Neville gerði með fagni sínu," sagði Crouch við Daily Mail.

Peter Crouch rifjar þarna upp atvik úr leik Manchester United og Liverpool árið 2006.

„Ég var kominn á bekkinn og hann virtist vera að hlaupa í áttina að okkur."

Gary Neville fagnaði af miklum ákafa eftir að Rio Ferdinand skoraði sigurmark seint gegn Liverpool. Neville fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og fékk sekt fyrir atvikið.

Peter Crouch segist þó skilja tilfinningarnar sem fóru í gegnum Neville enda mikið í húfi þegar fjendurninr mætast.

Liverpool heimsækir á morgun Manchester United á Old Trafford og hefst leikurinn klukkan 15:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner