mán 19. október 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Pioli: Tonali er í stóru hlutverki
Stefano Pioli segir að Sandro Tonali hafi gæðin til að verða fastamaður í byrjunarliði AC Milan. Þessi tvítugi varnartengiliður kom til AC Milan frá Brescia í sumar.

Hann hefur byrjað tvo leiki fyrir Milan í ítölsku A-deildinni. Hann hefur spilað í öllum fjórum leikjunum en lék aðeins þrjár mínútur í grannaslagnum gegn Inter.

Tonali fékk kórónaveiruna fyrir mót en hefur jafnað sig á þeim veikindum.

„Hann átti erfitt sumar. Hann er leikmaður með bjarta framtíð, er með frábær gæði og veit hvernig á að láta boltann ganga hraðar. Ég lít á hann sem byrjunarliðsmann en ég er það heppinn að hafa marga byrjunarliðsmenn," segir Pioli.

„Við erum heldur ekki fastir í einu leikkerfi. Tonali verður í stóru hlutverki."

Milan býr sig undir leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag en þá mætir liðið Celtic.
Athugasemdir
banner