Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 19. október 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagi Dagnýjar fengið hótanir eftir að hún kýldi andstæðing
Hér má sjá þegar Dagný reynir að róa málin.
Hér má sjá þegar Dagný reynir að róa málin.
Mynd: Getty Images
Hawa Cissoko, varnarmaður West Ham, fékk að líta rauða spjaldið í 1-2 sigri gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag.

Cissoko fékk rauða spjaldið er hún missti stjórn á skapi sínu og kýldi andstæðing tvisvar.

Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk líka að líta rauða spjaldið í kjölfarið á þessu atviki.

„Ég hef aldrei séð svona í leik. Þetta er algjörlega óásættanlegt," sagði Carla Ward, þjálfari Villa, eftir leikinn.

Dagný Brynjarsdóttir leikur með West Ham og hún skoraði í leiknum. Hún hjálpaði til við að róa málin þegar þetta atvik kom upp. Dagný skoraði í leiknum.

Þetta var klárlega rautt spjald, Cissoko missti algjörlega stjórn á skapi sínu. Í kjölfarið á þessu atviki hafa komið upp leiðindarmál því Cissoko hefur orðið fyrir kynþáttafordómum og öðru áreiti á samfélagsmiðlum. Hefur henni meðal annars verið sagt að drepa sig. Vonandi verður það rannsakað og tekið á því.



Athugasemdir
banner
banner