Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 19. október 2024 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara smá spennufall, ég viðurkenni það. Þetta var erfiður leikur á móti næst heitasta liði deildarinnar í dag, á eftir okkur. Þótt þú reyrnir að tala þig af því að jafntefli dugir í þessum leik, þá er það alltaf ósjálfrát ín undirmeðvitundinni að þú verður aðeins passívari heldur en við erum vanir. Það fer okkur ekkert sérstaklega vel að vera eitthvað svona hálft í hálft. Að því sögðu þá fannst mér að þegar þeir voru að þrýsta á okkur, fannst mér við verjast fáránlega vel. Stórt hrós á öftustu línuna okkur og alveg niður á Anton sem var frábær. Markið sem þeir skora, það er bara óheppni, ég held að Kiddi renni eða eitthvað. Þannig heilt yfir náum við alveg að standa það af okkur þótt við höfum oft verið betri á velli svona heilt yfir. Þá vorum við samt alveg fastir fyrir og þeir voru ekki að skapa sér neitt mikið. Svo bara eins og oft áður, fáránlega flottur karakter og sterkt að ná að klára þetta."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Sagði Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður og fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Það var mikið undir í leiknum þar sem að ef Breiðablik hefði tapað leiknum væri draumurinn um Íslandsmeistaratitil orið óraunhæf.

„Maður fann alveg fyrir spennu og það var bara mjög 'tricky' að fara inn í þennan leik vitandi það að þú mátt ekki tapa. Í grunninn ert þú að verja forskotið sem þú hefur í upphafi leiks. Svo eru Stjarnan ógeðslega öflugir og eru á góðu flugi, þeir eru næst heitasta liðið í dag á eftir okkur. Í lok dags þá er þetta enginn smá karakter, og andlegur styrkur hjá öllum sem einum hjá okkur að ná að klára þetta."

Fyrr í dag fór fram leikur milli Víkings og ÍA þar sem Víkingar fóru með öll 3 stigin heim. Það var umdeilt atvik í lok leiksins þar sem ÍA virtist hafa skorað sigurmarkið en það var dæmt af. Ef ÍA hefði unnið leikinn hefði Breiðablik getað verið í bílstjórasætinu í loka umferðinni þegar þeir mæta Víking. Höskuldur segir að þetta hafi ekki truflað leikmenn komandi inn í leikinn.

„Þannig séð ekki, við vorum að reyna að fylgjast bara ekkert með leiknum. Það er nógu mikil spenna fyrir, bara að fókusa á okkur, þannig óþarfi að vera að ýta við fleiri tilfinningum. Hvað varðar stöðuna, hvort við hefðum farið með forskot inn í þann leik. Þá í fullri hreinskilni er ég ánægður að við þurfum að sækja sigur, það fer okkur betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner