Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   lau 19. október 2024 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er bara smá spennufall, ég viðurkenni það. Þetta var erfiður leikur á móti næst heitasta liði deildarinnar í dag, á eftir okkur. Þótt þú reyrnir að tala þig af því að jafntefli dugir í þessum leik, þá er það alltaf ósjálfrát ín undirmeðvitundinni að þú verður aðeins passívari heldur en við erum vanir. Það fer okkur ekkert sérstaklega vel að vera eitthvað svona hálft í hálft. Að því sögðu þá fannst mér að þegar þeir voru að þrýsta á okkur, fannst mér við verjast fáránlega vel. Stórt hrós á öftustu línuna okkur og alveg niður á Anton sem var frábær. Markið sem þeir skora, það er bara óheppni, ég held að Kiddi renni eða eitthvað. Þannig heilt yfir náum við alveg að standa það af okkur þótt við höfum oft verið betri á velli svona heilt yfir. Þá vorum við samt alveg fastir fyrir og þeir voru ekki að skapa sér neitt mikið. Svo bara eins og oft áður, fáránlega flottur karakter og sterkt að ná að klára þetta."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Sagði Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður og fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Það var mikið undir í leiknum þar sem að ef Breiðablik hefði tapað leiknum væri draumurinn um Íslandsmeistaratitil orið óraunhæf.

„Maður fann alveg fyrir spennu og það var bara mjög 'tricky' að fara inn í þennan leik vitandi það að þú mátt ekki tapa. Í grunninn ert þú að verja forskotið sem þú hefur í upphafi leiks. Svo eru Stjarnan ógeðslega öflugir og eru á góðu flugi, þeir eru næst heitasta liðið í dag á eftir okkur. Í lok dags þá er þetta enginn smá karakter, og andlegur styrkur hjá öllum sem einum hjá okkur að ná að klára þetta."

Fyrr í dag fór fram leikur milli Víkings og ÍA þar sem Víkingar fóru með öll 3 stigin heim. Það var umdeilt atvik í lok leiksins þar sem ÍA virtist hafa skorað sigurmarkið en það var dæmt af. Ef ÍA hefði unnið leikinn hefði Breiðablik getað verið í bílstjórasætinu í loka umferðinni þegar þeir mæta Víking. Höskuldur segir að þetta hafi ekki truflað leikmenn komandi inn í leikinn.

„Þannig séð ekki, við vorum að reyna að fylgjast bara ekkert með leiknum. Það er nógu mikil spenna fyrir, bara að fókusa á okkur, þannig óþarfi að vera að ýta við fleiri tilfinningum. Hvað varðar stöðuna, hvort við hefðum farið með forskot inn í þann leik. Þá í fullri hreinskilni er ég ánægður að við þurfum að sækja sigur, það fer okkur betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner