Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
   lau 19. október 2024 17:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tóku á móti Val á Kaplakrikavelli í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Valsmenn komust yfir en FH jafnaði djúpt inn í uppbótartímann. Valur fékk tækifæri á sigrinum af vítapunktinum en Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH gerði sér lítið fyrir og varði vítið.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Maður er sáttur við að sækja stigið úr því sem komið var. Vorum 1-0 undir á nítugustu og eitthvað mínútu og þeir fá svo víti þannig jú jú við tökum alveg punktinum en mér fannst við vera heilt yfir betri aðilinn." Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH eftir leikinn í dag.

Valur fékk vítaspyrnu stuttu eftir jöfnunarmark FH og steig Gylfi Þór Sigurðsson á punktinn fyrir Val. Sindri Kristinn gerði þó frábærlega að verja frá honum vítaspyrnuna og tryggja um leið FH stig í dag.

„Við Stjáni vorum búnir að fara yfir þetta fyrir og ég sagði einmitt við Gylfa eftir leik að við vorum búnir að veðja á vinkilinn að hann myndi setja hann. Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar en ég veit ekki hvort hann hafi sett hann svona fyrir miðju en ég náði að dúndra honum í burtu með löppunum. Ég ætla ekki að segja það að ég hafi vitað það að Gylfi ætlaði að setja hann í miðjuna en alltaf gaman að verja víti." 

Sindri Kristinn var að verja mark FH í fyrsta sinn í smá tíma en hann hefur þurft að verma varamannabekkinn í úrslitakeppninni til þessa. 

„Mér leið vel inni á vellinum. Eftir svona fyrstu tvær, þrjár mínúturnar eða fyrstu tvö mómentin þá leið mér bara vel allan tímann." 

„Þó þetta voru ekki nema fjórir leikir þá voru þetta samt alveg fjórir leikir sem maður er ekki búin að vera í markinu og maður þarf svolítið að fá fyrsta skotið, grípa fyrsta krossinn svona til að komast í takt við liðið og ég er mjög ánægður með að fá tækifærið í dag." 

Sindri Kristinn hefur mátt þola ágætis gagnrýni í sumar.

„Gagnrýni á alltaf rétt á sér. Ég hef alveg sagt það að mér fannst kannski frammistaðan ekki það hræðileg eins og það er kannski verið að tala um, auðvitað eru þetta einhver móment. Þjálfarateymið ræður þessu og ég var mjög ánægður að fá tækifærið í dag og tel mig hafa gripið það."

Nánar er rætt við Sindra Kristinn Ólafsson markmann FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 18 5 3 68 - 30 +38 59
2.    Breiðablik 26 18 5 3 60 - 31 +29 59
3.    Valur 26 11 8 7 60 - 41 +19 41
4.    Stjarnan 26 11 6 9 48 - 41 +7 39
5.    ÍA 26 11 4 11 48 - 41 +7 37
6.    FH 26 9 7 10 41 - 47 -6 34
Athugasemdir
banner
banner
banner