Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 15:26
Magnús Már Einarsson
U19 áfram eftir frábæra endurkomu
Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum í dag.
Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 4 - 2 Albanía
0-1 Cuni ('23)
0-2 Ndrecka ('30)
1-2 Atli Barkarson ('51)
2-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('68)
3-2 Andri Lucas Guðjohnsen ('74)
4-2 Karl Friðleifur Gunnarsson ('78)

U19 ára landslið Íslands tryggði sér sæti í milliriðlum fyrir EM með magnaðri endurkomu gegn Albaníu í dag. Um var að leika lokaleikinn í riðlakeppni í Belgíu.

Albanía leiddi 2-0 í hálfleik en Ísland sneri taflinu við í síðari hálfleik. Atli Barkarson, leikmaður Fredrikstad, og Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Norwich, skoruðu fyrst.

Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Real Madrid, kom Íslandi yfir áður en Karl Friðleifur Gunnarsson leikmaður Breiðabliks innsiglaði sigurinn.

Ísland vann Grikkland 5-2 um helgina eftir að hafa tapað 3-0 gegn Belgum í fyrsta leik.

Lokastaðan í riðlinum
1. Belgía 9 stig
2. Ísland 6 stig
3. Grikkland 3 stig
4. Albanía 0 stig


Athugasemdir
banner
banner
banner