Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. nóvember 2022 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir átta breytingar - Miðjumaður í miðverði
Patrik fær sénsinn í markinu - hans annar landsleikur!
Patrik fær sénsinn í markinu - hans annar landsleikur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron leiðir línuna.
Sveinn Aron leiðir línuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 hefst viðureign Lettlands og Íslands í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins. Ísland lagði Litháen að velli í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni og Lettar unnu Eista.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson gerir átta breytingar á sínu liði. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru ekki í leikmannahópnum í dag, Arnar útskýrði hvers vegna í upphafi vikunnar. Þeir Patrik Sigurður Gunnarsson og Mikael Neville Anderson taka stöðu þeirra í liðinu. Hörður Björgvin Magnússon fékk rautt spjald í undanúrslitunum og er ekki í hópnum í dag.

Lestu um leikinn: Lettland 8 -  9 Ísland

Einungis Ísak Bergmann Jóhannesson, Davíð Kristján Ólafsson og Hákon Arnar Haraldsson halda sæti sínu í liðinu. Sveinn Aron Guðjohnsen kemur inn í liðið og byrjar sem fremsti maður og þeir Alfons Sampsted, Arnór Sigurðsson, Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson og Stefán Teitur Þórðarson koma einnig inn.

Daníel Leó Grétarsson er eini eiginlegi miðvörðurinn í byrjunarliðinu. Líklegt er að Aron Elís Þrándarson spili við hlið hans í dag. Aron Elís er fyrirliði í dag.


Athugasemdir
banner
banner