Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   sun 19. nóvember 2023 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur: Glæsimark Bruno Fernandes skilur liðin að
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er 1-0 undir gegn Portúgal í hálfleik í undankeppni Evrópumótsins, en það var Bruno Fernandes sem skoraði eina mark hálfleiksins.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Portúgal byrjaði leikinn vel og var tilfinning sú að heimamenn myndu valta yfir íslenska liðið.

Íslenska liðið fór að spila betri fótbolta og ógnaði með skyndisóknum þar sem Arnór Sigurðsson átti tvö fínustu færi.

Heimamenn fengu marga sénsa en Hákon Rafn Valdimarsson, sem er að spila sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu, var öruggur í sínum aðgerðum, en hann gat hins vegar ekki komið í veg fyrir eina mark Portúgals.

Bruno Fernandes fékk þá boltann við vítateiginn á 37. mínútu, setti hann á hægri og þrumaði honum í vinstra hornið. Óverjandi fyrir Hákon Rafn í markinu.

Cristiano Ronaldo hótaði nokkrum sinnum áður en hálfleikurinn var úti, en tókst ekki að stýra boltanum á markið. Staðan því 1-0 í hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner