Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 19. nóvember 2023 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eto'o hefur sannfært Ekitike um að spila fyrir Kamerún
Mynd: EPA

Hugo Ekitike framherji PSG hefur ákveðið að spila fyrir landslið Kamerún eftir samtal við Samuel Eto'o forseta fótboltasambandsins þar í landi.


Þetta kemur fram á franska miðlinum Sport Zone. Ekitike er fæddur í Frakklandi en getur spila fyrir landslið Kamerún þar sem móðir hans er þaðan.

Þessi 21 árs gamli framherji hefur leikið sex landsleiki fyrir u20 ára landslið Frakklands en hann er ekki í náðinni hjá Luis Enrique stjóra PSG.

Ekitike gekk til liðs við PSG frá Reims fyrir 30 milljónir punda síðasta sumar en félagið reyndi að losna við hann stuttu síðar í skiptum fyrir Randal Kolo Muani en hann er sagður hafa neitað því og Kolo Muani gekk til liðs við PSG fyrir 83 milljónir punda.

Þetta fór illa í stuðningsmenn liðsins og hefur hann fengið að finna fyrir því. Hann hefur aðeins spilað átta mínútur á þessari leiktíð sem hefur haft áhrif á það að honum hefur ekki tekist að brjóta sér leið inn í landslið Frakka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner