Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard segir að Ronaldo sé besti leikmaður allra tíma
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, segir að Cristiano Ronaldo sé besti leikmaður allra tíma.

Ronaldo hefur verið með allra bestu leikmönnum heims síðustu tvo áratugi en hann og Lionel Messi eru nöfn sem koma iðulega fram í umræðunni um þann allra besta.

Gerrard, sem mætti Ronaldo oft á ferli sínum, telur að Ronaldo sé sá allra besti, en þetta sagði hann í viðtali við sádi-arabísku deildina á dögunum.

Hann segir komu hans til Sádi-Arabíu hafa breytt leiknum og varð það til þess að hann fékk áhuga á því að þjálfa í landinu, en hann tók við liði Al-Ettifaq í júlí.

„Koma „geitarinnar“ eins og við köllum hann, Cristiano Ronaldo, var auðvitað risastórt. Það er helling af fótbolta eftir í honum. Þannig ég fór að fylgjast með úrslitum hjá honum í deildinni, horfði á nokkra leiki og helstu punkta. Frá því augnabliki var deildin á milli tannanna á fólki. Eftir komu hans komu fleiri stærri nöfn í deildina og á þeim tímapunkti var ég að leita að næsta tækifæri og úr fjarlægð var ég heillaður og þegar umboðsmaður minn kom með nokkur tækifæri fyrir mig á þessu svæði þá var ég spenntur að skoða þau,“ sagði Gerrard við heimasíðu sádi-arabísku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner