Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Keflavík.
Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni í sumar og mun taka slaginn með því í Bestu deildinni næsta sumar. Keflavík endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar og fór upp úr deildinni með því að vinna umspilið.
Næsta tímabil verður hans sextánda með Keflavík, en Hornfirðingurinn kom frá grönnunum í Njarðvík í sumarglugganum 2011.
Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni í sumar og mun taka slaginn með því í Bestu deildinni næsta sumar. Keflavík endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar og fór upp úr deildinni með því að vinna umspilið.
Næsta tímabil verður hans sextánda með Keflavík, en Hornfirðingurinn kom frá grönnunum í Njarðvík í sumarglugganum 2011.
Frans er leikjahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur og tímabilið í ár var hans annað sem fyrirliði.
Frans er miðjumaður sem fæddur er árið 1990, hann á að baki 500 KSÍ leiki á sínum ferli og hefur í þeim skoraði 39 mörk.
Athugasemdir


