Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 10:09
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo með valdamiklu fólki í matarboði hjá Trump
Ronaldo tók mynd af sér með Elon Musk, Gianni Infantino, David Sacks, Allison Lutnick, Howard Lutnick, Ronaldo, Georgina Rodriguez og Greg Brockman.
Ronaldo tók mynd af sér með Elon Musk, Gianni Infantino, David Sacks, Allison Lutnick, Howard Lutnick, Ronaldo, Georgina Rodriguez og Greg Brockman.
Mynd: X
Cristiano Ronaldo og unnusta hans, Georgina Rodriguez, voru á meðal frægra gesta í matarboði sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í Hvíta húsinu.

Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu er í heimsókn í Bandaríkjunum en Ronaldo er í hans sendisveit.

Ronaldo, sem spilar fyrir Al-Nassr í Sádi-Arabíu, birti mynd af sér á samfélagsmiðlum en Gianni Infantino, forseti FIFA, og Elon Musk er meðal þeirra sem prýða myndina.

Trump minntist á Ronaldo í sérstakri ræðu sem hann hélt á kvöldverðinum.

„Salurinn er fullur af mestu leiðtogum heimsins - í viðskiptum, íþróttum... Sonur minn er mikill aðdáandi Ronaldo. Barron spjallaði við hann og ég held að hann virði pabba sinn aðeins meira núna þegar ég er búinn að kynna honum fyrir Ronaldo," sagði Trump léttur.

Ronaldo sagði í viðtali við Piers Morgan nýlega að hann vildi hitta Trump og hrósaði vinnu hans í friðarmálum.


Athugasemdir
banner
banner