Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 10:50
Elvar Geir Magnússon
Dregið í umspilið á morgun - Stór nöfn berjast um að komast á HM
Úkraína er í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn.
Úkraína er í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í hádeginu á morgun verður dregið í umspilið fyrir HM. Því miður er íslenska liðið ekki í pottinum eftir tapið gegn Úkraínu.

Króatía, England, Frakkland, Þýskaland, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Austurríki, Belgía og Skotland eru þær Evrópuþjóðir sem unnu sína riðla og hafa tryggt sér sæti á HM 2026.

Í umspilinu þarf að leggja tvo andstæðinga til að komast á HM. Búið er að styrkleikaraða liðunum og munu lið úr efsta styrkleikaflokki mæta liðum úr fjórða styrkleikaflokki í undanúrslitum.

Undanúrslitaleikir umspilsins verða spilaðir 26. mars á næsta ári og úrslitaleikirnir 31. mars.

Fyrsti styrkleikaflokkur: Ítalía, Tyrkland, Úkraína, Danmörk.

Annar styrkleikaflokkur: Wales, Slóvakía, Pólland, Tékkland.

Þriðji styrkleikaflokkur: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Kósovó.

Fjórði styrkleikaflokkur: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedína, Norður-Írland.
Athugasemdir
banner
banner
banner