Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sonur Buffon markahæstur í undankeppni U19 ára landsliða
Louis Buffon
Louis Buffon
Mynd: Pisa FC
Sonur ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon, Louis, er markahæsti leikmaður í undankeppni U19 ára landsliða en hann leikur fyrir hönd Tékklands.

Louis ákvað ekki beint að feta í fótspor föður síns sem er einn besti markvörður í sögu fótboltans.

Sonurinn spilar sem framherji og er á mála hjá Pisa, en hann valdi að spila fyrir Tékkland, heimaland móður sinnar, í stað Ítalíu.

Hann skoraði tvær þrennur í landsliðsverkefni með U19 á dögunum og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar með sex mörk.

Ítalir fylgjast eflaust náið með Louis og ekki hægt að útiloka það að hann skipti um landslið í framtíðinni.


Athugasemdir
banner
banner