Sonur ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon, Louis, er markahæsti leikmaður í undankeppni U19 ára landsliða en hann leikur fyrir hönd Tékklands.
Louis ákvað ekki beint að feta í fótspor föður síns sem er einn besti markvörður í sögu fótboltans.
Sonurinn spilar sem framherji og er á mála hjá Pisa, en hann valdi að spila fyrir Tékkland, heimaland móður sinnar, í stað Ítalíu.
Hann skoraði tvær þrennur í landsliðsverkefni með U19 á dögunum og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar með sex mörk.
Ítalir fylgjast eflaust náið með Louis og ekki hægt að útiloka það að hann skipti um landslið í framtíðinni.
Gianluigi Buffon's son, 17 year old Louis Buffon, has scored hattricks in back to back games for the Czech Republic U19s in the Euro U19 qualifiers ????
— ???????? (@TheCzechLad) November 18, 2025
And no, he isn't a goalkeeper ???? pic.twitter.com/HTHH6xdVrU
Athugasemdir



