mán 19. desember 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Benzema hættur að spila fyrir landsliðið
Benzema á landsliðsæfingu.
Benzema á landsliðsæfingu.
Mynd: Getty Images
Karim Benzema, handhafi Ballon d'Or gullknattarins, hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila fyrir franska landsliðið.

Benzema átti að spila stórt hlutverk fyrir Frakkland á HM í Katar en meiðsli gerðu að verkum að hann gat ekki tekið þátt í mótinu.

Benzema á 35 ára afmæli í dag en hann átti frábært ár með Real Madrid, hann spilaði lykilhlutverk í sigri liðsins í Meistaradeildinni og spænsku deildinni.

Benzema mætti aftur í franska landsliðið á síðasta ári, eftir sex ára hlé. Hann skoraði 10 mörk í 16 landsleikjum eftir endurkomuna. Alls skoraði hann 37 mörk í 97 landsleikjum.

Franskir fjölmiðlar segja að Benzema hafi verið óánægður með þá meðhöndlun sem hann fékk frá Didier Deschamps og þjálfarateymi Frakklands eftir meiðslin.


Athugasemdir
banner
banner
banner