Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   mán 19. desember 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Benzema hættur að spila fyrir landsliðið
Karim Benzema, handhafi Ballon d'Or gullknattarins, hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila fyrir franska landsliðið.

Benzema átti að spila stórt hlutverk fyrir Frakkland á HM í Katar en meiðsli gerðu að verkum að hann gat ekki tekið þátt í mótinu.

Benzema á 35 ára afmæli í dag en hann átti frábært ár með Real Madrid, hann spilaði lykilhlutverk í sigri liðsins í Meistaradeildinni og spænsku deildinni.

Benzema mætti aftur í franska landsliðið á síðasta ári, eftir sex ára hlé. Hann skoraði 10 mörk í 16 landsleikjum eftir endurkomuna. Alls skoraði hann 37 mörk í 97 landsleikjum.

Franskir fjölmiðlar segja að Benzema hafi verið óánægður með þá meðhöndlun sem hann fékk frá Didier Deschamps og þjálfarateymi Frakklands eftir meiðslin.


Athugasemdir
banner
banner
banner