Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Líkir frammistöðu Dembele við bílslys - „Þetta er vandræðalegt"
Ousmane Dembele var klaufi í vítinu
Ousmane Dembele var klaufi í vítinu
Mynd: EPA
Stuart Pearce
Stuart Pearce
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele, leikmaður franska landsliðsins, var ekki alveg í jarðtengingu í úrslitaleiknum gegn Argentínu í gær og var tekinn af velli áður en hálfleikurinn var úti. Tveir enskir spekingar tóku hann sérstaklega fyrir.

Frakkinn var eitthvað utan við sig í leiknum og náði sér aldrei á strik.

Hann braut klaufalega á Angel Di María á 22. mínútu innan vítateigs og skoraði Lionel Messi úr vítinu.

Frammistaða hans batnaði alls ekki eftir það og neyddist Didier Deschamps, þjálfari Frakka, til að gera tvöfalda skiptingu, er hann setti Randal Kolo Muani og Marcus Thuram inná. Olivier Giroud fór einnig af velli. Sú skipting gekk upp, enda áttu varamennirnir báðir þátt í mörkunum sem komu Frökkum aftur inn í leikinn.

Stuart Pearce, fyrrum leikmaður Nottingham Forest og enska landsliðsins, botnaði ekkert í frammistöðu Dembele.

„Dembele er að eiga versta leik sem ég hef séð á ævinni. Hann gaf víti og hefur gefið frá sér boltann í hverri einustu sendingu eftir það,“ sagði Pearce við TalkSport.

„Ég finn til með stráknum, hann gaf þetta víti frá sér, en frammistaða hans hefur verið skelfileg ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Deschamps varð að gera eitthvað, því við vorum að horfa á bílslys,“ sagði hann enn fremur og Gary Neville sagði svipaða hluti um Dembele á ITV.

Neville sagði varnarleik Dembele heimskulegan og skildi hann lítið í varnarleik hans í vítinu sem Argentína fékk í byrjun. Dembele krækti aftan í Angel Di María á klaufalegan hátt.

„Ég veit að Dembele er kantmaður, en hvernig hann ber sig í þessu. Þú veist hvað Di María mun gera, því hann hefur gert þetta í tíu ár,“ sagði Neville.

„Þetta er vandræðalegt. Mér fannst þetta ódýrt víti, en mér fannst þetta líka heimskulegt hjá honum því þegar þú gerir þetta og ert kominn á röngu hliðina þá áttu skilið að lenda í þessu.“

„Hann lék á Dembele og það gaf Di María tækifæri. Dembele leyfði honum að spila með sig eins og lítinn strák,“
sagði Neville
Athugasemdir
banner
banner