
Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez er að hugsa sig vandlega um næsta skref ferilsins en hann verður með nóg af tilboðum eftir þetta tímabil.
Martínez var valinn besti markvörður heimsmeistaramótsins í Katar í gær.
Leið hans upp toppinn var erfið. Hann samdi ungur að árum við Arsenal en náði aldrei að eigna sér markvarðarstöðuna.
Argentínumaðurinn var lánaður sex sinnum frá félaginu þangað til Aston Villa fékk hann fyrir tveimur árum og í dag er hann einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Frammistaða hans á HM hefur nú vakið áhuga margra stórliða um Evrópu en umboðsmaður hans segir að næsta skref sé að spila í Meistaradeildinni.
„Í dag eru fá lið sem hafa efni á markverði eins og honum. Sería A? Af hverju ekki? Hann setur markið hátt og vill spila í Meistaradeildinni,“ sagði Gustavo Goni, umboðsmaður kappans.
Athugasemdir