Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. janúar 2021 09:35
Elvar Geir Magnússon
Ings orðaður við Spurs - Liverpool hefur áhuga á Barella
Powerade
Danny Ings er orðaður við Tottenham.
Danny Ings er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Nicolo Barella hjá Inter er á óskalistum enskra félaga.
Nicolo Barella hjá Inter er á óskalistum enskra félaga.
Mynd: Getty Images
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: Getty Images
Ings, Lukaku, Barella, Medina, Lingard, Dele og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum.

Tottenham er að undirbúa tilboð í enska sóknarmanninn Danny Ings (28) hjá Southampton. Félagið hyggst reyna að fá hann í sumar. (Eurosport)

Ings vill fara í félag sem er í Meistaradeildinni og hefur ekki áhuga á að gera nýjan samning við Dýrlingana á þessum tímapunkti. (Telegraph)

Romelu Lukaku (27), sóknarmaður Inter og Belgíu, ku ekki hafa áhuga á því að ganga í raðir Manchester City. (Express)

Liverpool og Tottenham hafa áhuga á ítalska miðjumanninum Nicolo Barella (23) hjá Inter. (Calciomercato)

Liverpool og Barcelona hafa ekki gefið upp vonir um að geta mögulega fengið austurríska varnarmannnn David Alaba (28) frá Bayern München, þrátt fyrir að Real Madrid sé nálægt samkomulagi. (Sport1)

AC Milan hefur komist að samkomulagi um enska varnarmanninn Fikayo Tomori (23) hjá Chelsea. Milan mun fá hann lánaðan með möguleikum á kaupum eftir tímabilið. (Calciomercato)

Manchester United undirbýr 11 milljóna punda tilboð í argentínska varnarmanninn Facunda Medina (21) hjá Lens. (La Voix du Nord)

Nice hefur ekki lengur áhuga á að fá Jesse Lingard (28) lánaðan frá Manchester United. (Sky Sports)

Dele Alli (24), miðjumaður Tottenham og Englands, er bjartsýnn á að hann muni fara á lán til Paris St-Germain núna í janúarglugganum. (Sun)

Vonir Alli um að komast til Parísar velta á því hvaða kröfur Tottenham gerir á PSG. (Goal)

Viðræður milli enska U21 landsliðsmannins Jamal Musiala (17) og Bayern München um nýjan samning ganga illa. Liverpool, Manchester United og Manchester City fylgjast með gangi mála. (Goal)

Emil Krafth (26) varnarmaður Newcastle er ekki á leið til Istanbul Basaksehir en sænski leikmaðurinn byrjaði gegn Arsenal á mánudag. (Mail)

Bayer Leverkusen er í viðræðum við Leicester City um enska vængmanninn Demarai Gray (24) sem hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í enska liðinu. (Sport1)

Arsenal hefur fengið þau skilaboð að argentínski miðjumaðurinn Emiliano Buendía (24) muni ekki yfirgefa Norwich City í þessum glugga. (Independent)

Manchester City hyggst ekki sækjast eftir því að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (22) til baka en City er með klásúlu um að geta keypt hann aftur frá Aston Villa fyrir 27,5 milljónir punda. (Birmingham Mail)

Montpellier hefur hafnað tilboði frá West Ham United í franska sóknarmanninn Gaetan Laborde (26). (Guardian)

Atletico Madrid vill fá Diego Simeone til að skrifa undir nýjan samning til 2024. (AS)

Norðmaðurinn Martin Ödegaard (22) hefur beðið Real Madrid um að fá að yfirgefa félagið. (Marca)

Bandaríski varnarmaðurinn DeAndre Yedlin (27) hjá Newcastle segir að hann sé í óvissu um framtíð sína en ekki hafa verið planaðar viðræður um nýjan samning. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner