Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta teymi sem Hareide hafi nokkurn tímann unnið með
Icelandair
Age Hareide og Jörundur Áki Sveinsson.
Age Hareide og Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson mun aðstoða Arnar Gunnlaugsson.
Davíð Snorri Jónasson mun aðstoða Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, sagði frá á fréttamannafundi í síðustu viku, þá verður teymið í kringum hann svipað og fyrir síðasta landsliðsþjálfara.

Davíð Snorri Jónasson verður áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari, Fjalar Þorgeirsson verður markvarðarþjálfari og Arnór Snær Guðmundsson verður styrktarþjálfari.

En það kemur inn nýr maður í teymið fyrir Sölva Geir Ottesen, sem er að taka við Víkingum. Sölvi hefur að undanförnu séð um föst leikatriði og varnarleik.

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, segir að það sé mikil ánægja með teymið í kringum landsliðið.

„Þegar Age Hareide - sem er algjörlega magnaður maður - hættir þá segir hann við okkur að teymið sem hann var með hér sé besta teymi sem hann hafi nokkurn tímann verið með," sagði Jörundur Áki.

Hareide er hokinn af reynslu og hafði meðal annars stýr danska og norska landsliðinu áður en hann tók við Íslandi. Hann hafði einnig stýrt stærstu félagsliðum Skandinavíu.

„Allt í kringum starfið okkar er mjög faglegt og það er góður andi í teyminu. Hann ráðlagði okkur að halda í sem flesta. Ég var sammála því vegna þess að mér finnst teymið geggjað. Þegar við fórum í viðræður þá var það lagt á borðið fyrir þjálfarann að við værum mðe þetta teymi en að sjálfsögðu er það þjálfarans að ákveða hvað hann vill gera. Eftir að ég og Davíð settumst niður með Arnari, þá var það klárt mál að hann vildi halda teyminu," sagði Jörundur en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þar talar hann einnig um að sjúkrateymið í kringum liðið sé á heimsmælikvarða.
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Athugasemdir
banner