Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klara Mist í Þrótt (Staðfest)
Í leik með Fylki síðasta sumar.
Í leik með Fylki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í sumar því Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún kemur frá Fylki.

Klara er uppalin hjá Stjörnunni og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með uppeldisfélaginu sumarið 2021. Hún var lánuð til Fylkis sumarið 2022 og seinni hluta sumarsins 2023 áður en hún skipti alfarið til Fylkis.

Eftir að Fylkir féll úr Bestu deildinni síðasta haust yfirgaf Klara herbúðir félagsins. Hún var með uppsagnarákvæði í samningi sínum við Fylki sem hún nýtti sér og er nú búin að semja við Þrótt út tímabilið 2027.

Klara Mist er fædd árið 2003 og getur bæði spilað í vörninni og á miðjunni.

Þróttur endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð og er Klara Mist fimmti leikmaðurinn sem félagið krækir í frá því að síðasta tímabili lauk. Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar.

Komnar
Þórdís Elva Ágústsdóttir frá Växjö
Mist Funadóttir frá Fylki
Unnur Dóra Bergsdóttir frá Selfossi
Klara Mist Karlsdóttir frá Fylki
Birna Karen Kjartansdóttir frá Breiðabliki
Hildur Laila Hákonardóttir frá KR (var á láni)
Íris Una Þórðardóttir frá Fylki (var á láni)

Farnar
Leah Pais til Kanada

Samningslausar
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (2001)
Þórey Hanna Sigurðardóttir (2008)
Elín Metta Jensen (1995)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner