Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kom okkur á óvart hversu stór nöfn voru að sækja um starfið"
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.
Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum í skýjunum með þetta," sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, um ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Arnar Gunnlaugsson var ráðinn nýr landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku eftir nokkra leit.

Valið stóð á endanum á milli Arnars og Freys Alexanderssonar, en sá síðarnefndi tók við Brann í Noregi. Jörundur sagði frá því í þættinum að áhuginn á starfinu hefði verið gríðarlegur.

„Þetta er risa starf í hinum alþjóðlega heimi fótboltans. Það eru ansi margir atvinnulausir þjálfarar þarna úti og það hrúguðust inn þarna umsóknir, margar mjög álitlegar. Því er ekki að neita að það kom okkur á óvart hversu stór nöfn þetta voru, sem voru að sækja um starfið," sagði Jörundur.

„Nafnið sem kemur mest á óvart er Bo Henriksen," sagði Elvar Geir Magnússon þá en Daninn er sagður hafa fundað með KSÍ um starfið. Hann stýrir í dag Mainz í Þýskalandi.

„Þið eruð á því að hann hafi... ókei," sagði Jörundur þá en enginn hjá KSÍ hefur viljað staðfesta þau tíðindi. Þó er staðfest að einn erlendur þjálfari ræddi við sambandið.

„Þetta var ferli sem hafði sinn gang. Við vorum róleg því næstu leikir eru ekki fyrr en í mars. Við vorum ekki í svakalegri tímapressu. Ferlið var falgegt og vel unnið. Niðurstaðan er þessi: Arnar Gunnlaugsson er nýr landsliðsþjálfari Íslands," sagði Jörundur en hægt er að hlusta á allan þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Arnar valinn til að leiða land og þjóð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner