Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 20. febrúar 2024 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Arblaster framlengir við Sheffield United
Hinn ungi og efnilegi miðjumaður Oliver Arblaster hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United.

Arblaster, sem er 19 ára gamall, var á dögunum kallaður aftur til United frá Port Vale, þar sem hann hafði eytt fyrri hluta leiktíðarinnar á láni.

Leikmaðurinn spilaði fjóra leiki með Sheffield United á síðustu leiktíð er liðið kom sér upp í ensku úrvalsdeildina.

Hann hefur nú framlengt við United til 2028 og gæti spilað stóra rullu í lokakafla tímabilsins.

Arblaster er fastamaður í U20 ára landsliði Englands, þar sem hann hefur spilað fjóra leiki.


Athugasemdir
banner
banner