Hinn ungi og efnilegi miðjumaður Oliver Arblaster hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United.
Arblaster, sem er 19 ára gamall, var á dögunum kallaður aftur til United frá Port Vale, þar sem hann hafði eytt fyrri hluta leiktíðarinnar á láni.
Leikmaðurinn spilaði fjóra leiki með Sheffield United á síðustu leiktíð er liðið kom sér upp í ensku úrvalsdeildina.
Hann hefur nú framlengt við United til 2028 og gæti spilað stóra rullu í lokakafla tímabilsins.
Arblaster er fastamaður í U20 ára landsliði Englands, þar sem hann hefur spilað fjóra leiki.
He's one of our own...????@Oliverarblaster has signed a new long-term contract with #SUFC! ??????
— Sheffield United (@SheffieldUnited) February 20, 2024
Athugasemdir