Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. mars 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætla að fá einn inn ef Kristófer kemur ekki - „Hugsa að það komi tilboð"
Miðjumaðurinn Kristófer í leik með U19 landsliðinu í fyrra.
Miðjumaðurinn Kristófer í leik með U19 landsliðinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var til viðtals eftir sigur liðsins gegn Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins á laugardag. Hann var þá spurður hvort eitthvað nýtt væri að frétta varðandi Kristófer Jónsson.

Kristófer er að ljúka tveggja ára láni hjá ítalska félaginu Venezia frá Val. Í samningnum er kaupréttur sem Venezia getur nýtt sér til að kaupa Kristófer af Val. Kristófer, sem varð tvítugur fyrr í mánuðinum, er U21 landsliðsmaður, og var um helgina í fjórða sinn í leikmannahópi Venezia í Serie B. Hann hefur spilað einn leik með aðalliðinu á tímabilinu, kom inná í tapi gegn Ascoli í bikarnum.

Sjá einnig:
Veit ekki hvað gerist með Kristófer - Kaupir Venezia hann?

„Ég hugsa að það komi tilboð í Kristófer, ég vona það fyrir hans hönd að það gangi upp og hann verði áfram úti. Þegar það gerist þá ætlum við að skoða í kringum okkur, bætum við okkur leikmanni," sagði Arnar.

Lánssamningurinn við Venezia rennur út í lok júní og eins og Arnar hefur áður sagt í viðtali þá væri leiðinlegt fyrir Kristófer að fá að vita í maí að Venezia ætlaði sér ekki að kaupa sig. Þá væri glugginn á Íslandi lokaður og Kristófer ekki löglegur með Val fyrr en í júlí.

En fer það algjörlega eftir því hvort að Kristófer komi eða ekki hvort Valur ætli sér að fá inn einn leikmann í viðbót?

„Já, við erum búnir að segja það að ef hann kemur ekki þá ætlum við að bæta við leikmanni við. Í byrjun bjuggumst við því að hann myndi koma, en nú lítur það meira þannig út að þeir muni kaupa hann. Sem er bara ánægjuefni fyrir hann og fyrir Val ef það gengur eftir. Ef það er þá þurfum við bara að skoða í kringum okkur. Ef það gerist þá er það eitthvað sem við þurfum að skoða," sagði Arnar.

Viðtalið við hann má sjá hér í spilaranum að neðan.
Arnar Grétars: Ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner