Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   fim 20. mars 2025 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur Tómas framlengir við KR - „Hefur staðið eins og klettur í vörninni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við KR en fyrri samningur hefði runnið út í lok árs.

Finnur Tómas hefur verið í stóru hlutverki hjá KR, spilað í hjarta varnarinnar og segir í tilkynningu félagsins að hann hafi staðið eins og klettur í vörninni undanfarin ár.

Hans besta tímabil á ferlinum hins vegar var sumarið 2019 þegar KR varð Íslandsmeistari og hefur Finnur Tómas ekki alveg náð að fylgja því tímabili eftir. Hann reyndi fyrir sér hjá Norrköping í Svíþjóð en sneri fljótlega aftur heim til Íslands.

Finnur Tómas er fæddur árið 2001, á að baki einn A-landsleik og 29 leiki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner