Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
banner
   fim 20. mars 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hollt fyrir leikmenn að finna að það sé krafa á að þær standi sig"
Icelandair
Cecilía varði mark liðsins í síðasta landsliðsverkefni.
Cecilía varði mark liðsins í síðasta landsliðsverkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney varði mark Íslands á síðasta ári og stóð sig vel.
Fanney varði mark Íslands á síðasta ári og stóð sig vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er áfram áhugavert að fylgjast með samkeppninni um markmannsstöðuna í íslenska kvennalandsliðinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í dag aðalmarkmaður liðsins en þær Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir eru klárar ef kallið kemur.

Cecilía hefur spilað vel með Inter á Ítalíu en hún er þar á láni frá Bayern Munchen. Fanney Inga var keypt til Häcken frá Val í haust og hefur varið mark liðsins í sænska bikarnum. Telma hefur minna spilað með Rangers eftir skipti sín þangað frá Breiðabliki í sumar, en varði mark liðsins í bikarleik á dögunum.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var hann spurður út í markmannsstöðuna. Hversu öflugt er að samkeppnin um aðalmarkmannsstöðuna sé svona öflug?

„Ég held það sé bara gott, hollt fyrir leikmenn að þær finni að það sé krafa á að þær standi sig, það sé annar leikmaður sem er tilbúinn að spila," sagði Steini.

„Það er gott fyrir okkur líka, ef einhver af þeim meiðist þá erum við með markmenn klára. Sama hvað þá verðum við alltaf með góðan markmann í markinu. Það er bara góð tilfinning og ég er sáttur við að staðan sé alltaf svona hjá okkur núna," sagði þjálfarinn.

Næstu leikir íslenska liðsins verða gegn Noregi og Sviss og fara þeir leikir fram á Þróttarvelli 4. og 8. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner