Framherjinn efnilegi Francesco Pio Esposito er búinn að samþykkja nýjan samning við Inter, sem heldur honum samningsbundnum félaginu þar til í júní 2030.
Esposito hefur verið að gera frábæra hluti á láni hjá Spezia í Serie B deild ítalska boltans. Þessi 19 ára framherji er kominn með 14 mörk í 28 leikjum, auk þess að vera lykilmaður í U21 landsliði Ítala.
Esposito hefur sýnt gríðarlega miklar framfarir á síðustu misserum og er hann kominn með 7 mörk í 11 landsleikjum fyrir U21 lið Ítalíu, eftir að hafa skorað 5 mörk í 23 U-landsleikjum þar á undan.
Esposito ætlar að skrifa undir nýjan samning við Inter þar sem núverandi samningur hans við félagið rennur út eftir rúmlega tvö ár.
Ýmis úrvalsdeildarfélög frá Englandi hafa áhuga á þessum táningi en hann hefur ákveðið að vera áfram hjá Ítalíumeisturum Inter.
Athugasemdir